Sjálfstæðar og ósjálfstæðar sagnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sjálfstæðar sagnir eru sagnir sem segja einar og sér það sem segja þarf. Ef sagnir þurfa hinsvegar önnur orð með sér til þess að öðlast sjálfstæða merkingu þá eru þær ósjálfstæðar.

Ósjálfstæðar og áhrifslausar sagnir eru svo veikar og merkingarlausar að þær verða að taka með sér einhver orð til að gefa þeim merkingu. Orðin sem þær taka með sér eru oftast fallorð (og þau eru kölluð sagnfyllingar af því að þau fylla merkingu sagnanna). Þetta eru sagnir eins og vera, verða, heita, þykja, teljast, nefnast, kallast og svo framvegis.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Við þvældumst (sjálfstæð) um Reykjavík og sungum (sjálfstæð) og dönsuðum (sjálfstæð).* Við drukkum (sjálfstæð) mjög mikið.
  • Við drukkum (ósjálfstæð) mjólk.
  • Hún yrkir (ósjálfstæð) ljóð og skrifar (ósjálfstæð) sögur.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.