Sagnfylling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagnfylling (skammstafað sem sf.) er hugtak í setningarfræði. Sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri sögn.

Sagnfylling útskýrir frumlagið nánar. Sagnfylling er eins og andlag fyrir utan það að andlag er ávallt í aukafalli þ.e.a.s. þolfalli, þágufalli eða eignarfalli og sagnfylling alltaf í aðalfalli (nefnifalli).

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Krakkarnir eru duglegir.
  • Hún er skemmtileg.
  • Hverjir eru bestir?

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.