Sinfónía frá nýja heiminum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sinfónía frá nýja heiminum er níunda sinfónía Antonín Dvořáks. Sinfónían er í e-moll og hefur ópusnúmerið 95. Hún er fyrsta verkið sem Dvořák samdi eftir að hann tók við kennarastöðu sinni við New York. Í sinfóníuna notaði Dvořák Norður-Amerísk þjóðlög innflytjenda frá Evrópu en þau, ásamt heimþránni sem Dvořák þjáðist af í New York setja svip sinn á verkið.

Sinfónían er í hefðbundnu fjögurra kafla formi og hefst á hægum og tregafullum ingangi en lýkur á alsælum hápunkti. Kaflarnir eru:

  • Adagio - Allegro motlo
  • Largo
  • Scherzo: Molto vivace
  • Allegro con fuoco