Fara í innihald

Sigurður Guðmundsson (landlæknir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurður Guðmundsson (f. 25. september 1948)[1] er íslenskur smitsjúkdómalæknir sem var landlæknir árin 1998-2006 og aftur 2007-2008.

Ævi og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Siguður útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og sem læknir frá Háskóla Íslands 1975.[1] Hann var í stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1969-1971.[1] Hann lærði við Wisconsin-háskólann í Madison og lauk sérfræðiprófi í smitsjúkdómalækningum þaðan 1984. Árið 1993 útskrifaðist hann með doktorsgráðu frá Háskóla Íslands.[1]

Kona hans er Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunafræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.[2] Saman eiga þau þrjú börn.[1]

Starf[breyta | breyta frumkóða]

Sigurður var prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands 1989-1998[3] og yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans 1994-1998.[1]

Hann gengdi stöðu aðstoðarlandlæknis fyrri hluta árs 1997 og var svo settur landlæknir í desember 1998.[1]

Frá 1997-1998 var hann formaður Vísindasiðanefndar.[1]

Árið 2006 tók Sigurður sér ársleyfi til að starfa í Afríkuríkinu Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.[2]

Sigurður hefur beitt sér fyrir auknum vörnum gegn sýklalyfjaónæmi[3] og fyrir forvörnum gegn geðrænum sjúkdómum.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
  2. 2,0 2,1 „Sigurður Guðmundsson landlæknir kominn aftur til starfa“. Embætti landlæknis. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júlí 2019. Sótt 30. júlí 2019.
  3. 3,0 3,1 „Alltaf að læra eitthvað nýtt - segir Sigurður Guðmundsson sem stendur á tímamótum | 09. tbl. 104. árg. 2018“. Læknablaðið. Sótt 30. júlí 2019.
  4. „Sigurður Guðmundsson landlæknir lætur af störfum“. Embætti landlæknis. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júlí 2019. Sótt 30. júlí 2019.