Sigurður Á. Friðþjófsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurður Á. Friðþjófsson (fæddur 21. ágúst 1951) er íslenskur rithöfundur og skáld.

Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi 1974 frá Kennaraskóla Íslands. Eitt ár nam hann kvikmyndafræði í Stokkhólmi. Þar bjó hann í sjö ár og vann ýmis störf samhliða ritstörfum. Heim kom hann 1982 og hefur hann sinnt kennslu og blaðamennsku.

Fyrsta Bók Sigurðar var ljóðabókin Fúaveggir (1975). Síðan komu skáldsögurnar Þjóðleg reisn (1978) og Heimar (1982). Smásagnasafnið Sjö fréttir birtist árið 1983. Sama ár þýddi Sigurður Sextán daga í september eftir Bibi og Franz Berlinger og 1985 birtist Mál, verkfæri, eldur sem geymir þýðingar á ljóðum Göran Sonnevi. Smásagan Mannætur eftir hann kom út í bókinni Kóngaliljur, smásögur 1960-1985 árið 1987.