Fara í innihald

Sigríður Zoëga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Zoëga (14. apríl 1889 - 24. september 1968) var íslenskur ljósmyndari. Sigríður þótti einn fremsti stúdíóljósmyndari landsins á sínum tíma og rak ljósmyndastofu í Reykjavík í 40 ár.[1]

Sigríður ólst upp í Reykjavík og foreldrar hennar voru hjónin Geir T. Zoëga rektor Menntaskólans í Reykjavík og Bryndís Sigurðardóttir.

Árið 1907 réð Sigríður sig til starfa á Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar við Hverfisgötu í Reykjavík en þremur árum síðar sigldi hún til Kaupmannahafnar og áformaði að hefja þar nám í ljósmyndun. Henni gekk hins vegar illa að komast að á ljósmyndastofum í Kaupmannahöfn svo úr varð að hún hélt til Þýskalands og þar stundaði hún nám í ljósmyndun í þrjú ár. Sigríður lauk námi árið 1914 og snéri þá aftur heim til Íslands og opnaði fljótt eigin ljósmyndastofu sem hún rak í 40 ár.[1]

Ljósmyndaplötusafn Sigríðar er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en Sigríður og samstarfskona hennar Steinunn Thorsteinsson afhentu safninu allt ljósmyndasafn sitt árið 1955. Árið 2000 gaf Þjóðminjasafnið út bókina Sigríður Zoëga: Ljósmyndari í Reykjavík þar sem fjallað var um feril Sigríðar.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Æsa Sigurjónsdóttir, „Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík“ Morgunblaðið, 29. janúar 2000 (skoðað 5. ágúst 2019)
  2. Þjodminjasafn.is, „Sigríður Zoëga: ljósmyndari í Reykjavík“ (skoðað 5. ágúst 2019)