Siggi sixpensari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Siggi sixpensari (e. Andy Capp) er bresk teiknimyndasaga eftir Reg Smythe. Skrýtlurnar birtust fyrst í dagblöðunum The Daily Mirror og The Sunday Mirror þann 5. ágúst 1957, þá einramma en urðu síðar fjórramma, og náðu miklum vinsældum. Þær fjalla um atvinnulausa verkamanninn Sigga sem býr í hafnarbænum Hartlepool á Norður-Englandi og gerir lítið annað en að drekka bjór, spila fótbolta og rífast við eiginkonuna Fló. Siggi sést aldrei öðruvísi en með sixpensarann á höfðinu, meira að segja þegar hann baðar sig. Teiknarinn Smythe lést árið 1998, en aðrir teiknarar tóku þá við keflinu og myndasagan hélt áfram að koma út. Stytta af Sigga var reist í Hartlepool árið 2007.

Skrýtlurnar um Sigga sixpensara birtust um árabil í dagblöðum hér á landi, fyrst í Lesbók Morgunblaðsins frá árinu 1962 og síðar í Vísi.

Stytta af Sigga sixpensara í Hartlepool á Englandi.