Sextett Ólafs Gauks - Út við himinbláu sundin
Útlit
Út við himinbláu sundin | |
---|---|
SG - 533 | |
Flytjandi | Sextetts Ólafs Gauks |
Gefin út | 1968 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Út við himinbláu sundin er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Sextetts Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar fjögur lög. Forsíðumyndina tók Óli Páll Kristjánsson.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Út við himinbláu sundin - Lag - texti: Gullman/'Morris — Bjarni Guðmundsson
- Tvisvar tveir - Lag - texti: Ólafur Gaukur
- Kóngur í Kína - Lag - texti: Ólafur Gaukur
- Fáð´ ér sykurmola - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson — Ólafur Gaukur
Út við himinbláu sundin
[breyta | breyta frumkóða]- Út við himinbláu, bláu, bláu bláu bláu sundin
- þú baust mér út að ganga, það var fyrsta sælustundin
- við gengum saman, saman, saman, saman laus frá harmi
- arm í armi, barm að barmi.
- Þær urðu fleiri, fleiri, fleiri, fleiri þessar ferðir
- það fór að lokum svo ég vissi ekki hvað þú gerðir
- og áður en að varði var ég orðinn heitum bundin
- út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.
- "Æ, æ og ó sælt er að sjást og kyssa,
- en sárt að þjást og missa æ, æ og ó"
- Út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin
- hin björtu kvöld við áttum margan sæluríkan fundinn
- og ljúft var þá að halla, halla, halla höfði sínu
- að hjarta þínu, eða mínu.
- Það var alltaf meira, meira, meira og meira gaman
- að mega njóta æskunnar og fá að vera saman
- og aldrei mun ég gleyma því að unaðsrík var stundin,
- út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.
- "Æ, æ og ó......"
- Út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin
- þar bíð ég alla daga þess að komir þú á fundinn.
- Ég alltaf er að reyna, reyna, reyna, reyna að vona
- það er nú svona, að vera kona.
- Þó aldrei framar fái, fái, fái ég að sjá hann
- Ég finn að það er enginn, enginn nema ég sem á hann
- og aldrei mun ég gleyma því hvað unaðsrík var stundin
- út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Ennþá tekur Svanhildur fyrir gamlan og góðan vals í líkingu við Húrra, nú œtti að vera ball og Bjössi á Hól, sem voru á tveimur síðustu fjögurra laga plötum sextetts Ólafs Gauks. Valsinn Út við himinbláu sundin er erlendur en varð vinsæll í revíu, sem sýnd var hér á landi fyrir þrjátíu árum. Á þessari plötu eru svo tvö lög eftir Ólaf Gauk og báðir textarnir eftir hann. Þetta eru afbragðs lög, sem vafalaust eiga eftir að njóta sömu vinsælda og fyrri lög Ólafs Gauks. Fjórða lagið er síðan eftir Rúnar Gunnarsson, en hann hefur gert nokkur lög, sem kunn hafa orðið. Textinn er eftir Ólaf Gauk. Fjölbreytni í efnisvali er mikil á þessari hljómplötu og er þetta tvímælalaust bezta fjögurra laga plata sextettsins og sannar hann enn einu sinni ágæti sitt. | ||