Fara í innihald

Segulhalli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort með jafnstærðarlínum sem afmarka belti þar sem segulhallinn er jafnmikill

Segulhalli er halli segulsviðs jarðar miðað við yfirborðið. Hallinn er mismunandi eftir því hvar á jörðinni maður er staddur en eykst eftir því sem farið er nær segulskautum. Hann er -90° við syðra segulskautið og +90° við nyrðra segulskautið. Segulhalli skiptir máli við gerð áttavita þar sem nálin þarf að vega upp á móti hallanum til að koma í veg fyrir skekkju vegna hans.

Segulhallinn var uppgötvaður af þýska verkfræðingnum Georg Hartmann árið 1544 og aðferð til að mæla hann var lýst af enska kompássmiðnum Robert Norman árið 1581.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.