Scisma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Scisma var ítölsk hljómsveit sem starfaði á árunum frá 1993 til 2000. Hljómsveitin flutti aðallega tilraunakennt rokk undir djassáhrifum. Textar hljómsveitarinnar voru þekktir fyrir að blanda enskum orðum óhikað inn í þar sem þau gátu passað (t.d. vegna ríms). Stofnendur hljómsveitarinnar voru Paolo Benvegnù (söngur), Michela Manfroi (píanó), Giorgia Poli (bassi), Diego De Marco (gítar), Danilo Gallo (trommur) og Antonella Ianniello (hljómborð). 1994 bættist söngkonan Sara Mazo í hópinn. Hljómsveitin leysti sjálfa sig upp árið 2000 en kom síðast fram í Flórens árið 2003.

Hljómsveitin gaf fyrst sjálf út sjö laga hljómsnælduna Pezzetti di Carta (1993) og síðan 1995 hljómdiskinn Bombardano Cortina. Eftir það gerði hún samning við EMI og gaf út diskinn Rosemary Plexiglas 1997 sem náði nokkrum vinsældum. 1999 kom út Armstrong með smellinum „Tungsteno“ og að síðustu það sama ár L'innocenza.