Schnoor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ein af mörgum þröngum götum í hverfinu Schnoor

Schnoor er gamalt íbúðahverfi í miðborg Bremen sem einkennist af litlum, gömlum húsum og þröngum götum.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Schnoor er dregið af orðinu Schnur, sem merkir reipi (sbr. snúra á íslensku). Margir íbúar húsanna unnu áður fyrr við kaðalgerð fyrir skipaútgerðina.

Saga hverfisins[breyta | breyta frumkóða]

Hverfið Schnoor kemur fyrst fram skriflega á 13. öld. Í þessu hverfi starfaði fólk aðallega við að þjónusta skipin sem Bremen gerði út, bæði meðan borgin var meðlimur Hansasambandsins og utan þess. Þar sem óvenjumargir störfuðu við kaðalgerð, var hverfið með tímanum nefnt eftir því handverki. Mörg húsanna eru frá 17. og 18. öld og eru í tiltölulega góðu ásigkomulagi. Það er búið í húsunum, en í mörgum þeirra eru litlir veitingastaðir, verslanir og öldurhús. Í upphafi 20. aldar þróaðist Schnoor í það að vera hverfi fyrir fátæka Brimarbúa, enda margar íbúðanna nokkuð litlar. Hinar þröngu götur leyfðu heldur enga bílaumferð. Í heimstyrjöldinni síðari slapp hverfið nær algerlega við eyðileggingu. Árið 1959 voru fyrstu reglur um friðun settar en hverfið er alfriðað í dag. Þar eru veitingastaðir, kaffihús, verslanir með handiðju, gallerí, forngripabúðir og fleira. Mikið af ferðafólki gerir sér ferð inn í hverfið til að upplifa einstaka stemningu.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]