Sóróismi
Útlit
(Endurbeint frá Saraþústratrú)
Sóróismi er heimspeki og trúarbrögð sem byggja á kenningum sem eignaðar eru spámanninum Sóróaster eða Saraþústra. Masdaismi er trú á guðinn Ahúra Masda sem Sóróaster boðaði.
Sóróismi var eitt sinn ríkjandi trúarbrögð á Íranssvæðinu en vék fyrir íslam á miðöldum. Iðkendur eru nú um tvær milljónir, aðallega í Íran og á Indlandi.