Sannleiksregla stjórnsýsluréttarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sannleiksregla stjórnsýsluréttarins er meginregla í stjórnsýslurétti er felst í því að við meðferð mála sé stjórnvaldinu (eða öðrum handhafa stjórnsýsluvalds) skylt að taka stjórnvaldsákvarðanir í samræmi við sannleikann hverju sinni. Af þessu leiðir er stjórnvaldið ekki bundið af framsettum kröfum aðila málsins né gögnum hans, og getur jafnvel aflað sér gagna annars staðar frá eða tekið mið af breyttum aðstæðum frá því málareksturinn hófst.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.