Fara í innihald

Samsvörunarkenning um sannleikann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samsvörunarkenning um sannleikann er hver sú kenning sem segir að sannleikur sé fólginn í samsvörun sannbera og sanngjöra; það er að segja að sannberinn komi heim og saman við eða endurspegli hvernig málum er háttað.

Til eru ýmis afbrigði samsvörunarkenninga um sannleikann sem halda fram ólíkum sannberum, ólíkum sanngjörum eða ólíkri greiningu á því í hverju samsvörunin er fólgin. Sannberar eru gjarnan taldir vera setningar, fullyrðingar, staðhæfingar eða hugsanir. Sanngjörar eru gjarnan taldir vera staðreyndir, eða „staða mála“.

  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Correspondence theory of truth
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Tarski's definition of truth
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Truth
  • „Hvað er sannleikur?“. Vísindavefurinn.


  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.