Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun
Útlit
Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í löndum sem upplifa alvarlega þurrka og/eða eyðimerkurmyndun, sérstaklega í Afríku er alþjóðasamningur. Samningurinn var saminn upp úr Dagskrá 21 sem var samþykkt á Umhverfisráðstefnunni í Ríó 1992. Hann var lagður fram 1994 og tók gildi 1996. 194 lönd eru aðilar að samningnum. Tilgangur samningsins er að berjast gegn eyðimerkurmyndun og draga úr áhrifum þurrka með aðgerðaáætlunum einstakra ríkja studdum af samstarfsríkjum. Eitt land, Kanada, dró undirskrift sína til baka og gagnrýndi lítinn árangur samningsins þrátt fyrir mikinn kostnað við hann. Eftir stjórnarskipti gerðist Kanada aftur aðili að samningnum árið 2016.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Canada: Canada Rejoins The United Nations Convention To Combat Desertification“. Mondaq. 31. mars 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 apríl 2017. Sótt 16. apríl 2017.