Fara í innihald

Samningaréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samningaréttur er ein grein fjármunaréttar í lögfræði sem fjallar um þann tjáningarhátt manna sem til þess er fallinn að hafa réttaráhrif.

Frá sjónarhóli samningaréttar geta viljayfirlýsingar verið tvenns konar: Annars vegar yfirlýsingar sem tjá ósk eða ætlun, án þess að réttaráhrif séu við þær tengd og hins vegar eru það viljayfirlýsingar sem ætlað er að hafa áhrif að lögum, þ.e. löggerningar.

Löggerningar eru nánar tiltekið hvers kyns viljayfirlýsingar sem ætlað er að stofna rétt, fella rétt niður eða breyta rétti. Samningaréttur tekur fyrst og fremst til tveggja tegunda löggerninga, loforða og samþykkis.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.