Fara í innihald

Sambeyging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sambeyging[1] (skammstafað sem samb.) eða fallasamræmi[1] kallast það að beygja saman nafnorð og lýsingarorð sem eina heild. Ef samnafn fer á undan sérnafni til skýringar er sérnafnið almennt beygt líka nema sérnafnið sé fleiryrt (samanstandi af fleira en einu orði).[2]

Dæmi um sambeygingu þar sem lýsingarorðið lítill beygist veikt í kvenkyni með kvenkyns nafnorðinu telpa með viðskeyttum greini:

Nefnifall eintala: litla telpan
Þolfall eintala: litlu telpuna
Þágufall eintala: litlu telpunni
Eignarfall eintala: litlu telpunnar
Nefnifall fleirtala: litlu telpurnar
Þolfall fleirtala: litlu telpurnar
Þágufall fleirtala: litlu telpunum
Eignarfall fleirtala: litlu telpnanna

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Orðið „sambeyging“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „sambeyging“, „fallasamræmi“enska: case agreement
  2. sambeyging / sérnafn, Málfarsbankinn — leiðbeiningar um íslenskt málfar
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.