Fara í innihald

Salvia hispanica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salvia hispanica
Chiafræ

Salvia hispanica einnig kallað chia er tegund blómplantna af varablómaætt sem upprunnin er í mið og suður Mexíkó og Guatemala. Jurtin er ræktuð vegna fræja en chiafræ eru ræktuð og notuð til matar í mörgum löndum í vesturhluta Suður-Ameríku, vesturhluta Mexíkó og suðvesturríkum Bandaríkjanna. Chia er einær jurt sem verður um 1,75 m há. Laufblöðin eru 4-8 sm löng og 3-5 sm breið. Blómin eru fjólublá eða hvít.[1]

Teikning úr fornu handriti Florentine Codex sem sýnir Salvia hispanica jurt

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Chia-plantan sem grafin var úr gleymsku“. www.bbl.is. Sótt 29. september 2019.