Fara í innihald

Saltfiskur í sögu þjóðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saltfiskur í sögu þjóðar er tveggja binda ritverk sem kom úr árið 1998. Í bókinni er fjallað um saltfiskverkun og saltfiskverslun á Íslandi í þrjár aldir. Verkið var ritað að tilhlutan Sölusambands íslenskra fiskframleiðanda en á fimmtíu ára afmæli þess var ákveðið að skrifa sögu þess en einnig sögu fiskvinnslu allt frá upphafi á 18. öld. Valdimar Unnar Valdimarsson sagnfræðingur var aðalhöfundur bókarinnar en hann lést áður en hann gat lokið verkinu og lauk Halldór Bjarnason sagnfræðingur við verkið.