Fara í innihald

Salerno

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Piazza Cavour.

Salerno er borg í Kampanía-héraði á suðvestur-Ítalíu. Íbúar eru um 132.000 (2020).

Salernum hét virki sem Rómverjar byggðu á 2. öld en áður höfðu Etrúrar haft byggð á svæðinu. Á miðöldum var borgin sérstakt furstadæmi. Fyrsti læknaskóli heims Schola Medica Salernitana var stofnaður í borginni. Í seinni heimsstyrjöld var Salerno aðsetur stjórnvalda yfir Suður-Ítalíu, Regno del Sud, eftir að samið hafði verið við bandamenn.

U.S. Salernitana 1919 er knattspyrnulið borgarinnar.