Sakka
Sakka er býli í Svarfaðardal. Bærinn er í Vallasókn austan megin Svarfaðardalsár en handan árinnar er kirkjustaðurinn Tjörn. Upp af Sökku rís Vallafjall um 1000 m hátt. Sakka er góð bújörð og hefur löngum verið vel setin. Túnin eru í brekkunum upp af þjóðveginum og ágæt engjalönd neðan vegar á bökkum Svarfaðardalsár. Þar er Friðland Svarfdæla og Ingólfshöfði sem rís upp af flatlendinu og þar eru Lambhagi og Saurbæjartjörn.
Sakka er að öllum líkindum landnámsjörð og nafn bæjarins kemur fyrir í fornum sögum. s.s. Guðmundar sögu dýra og í Prestssögu Guðmundar góða Arasonar. Þar bjó Arnþrúður Fróðadóttir og synir hennar á Sturlungaöld en hún var frænka Guðmundar góða og fékk hann til að verða prestur á Völlum. Árið 1703 voru ábúendur jarðarinnar 7: ekkjan Kristrún Þorsteinsdóttir (38), tvær dætur, tveir vinnumenn og tvær vinnukonur.
Sökkubændur á 20. öld
- Gunnlaugur Gíslason og Rósa Þorgilsdóttir
- Þorgils Gunnlaugsson og Olga Steingrímsdóttir
- Gunnsteinn Þorgilsson og Dagbjört Hrönn Jónsdóttir
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.