Fara í innihald

Safnahúsið á Húsavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Safnahúsið á Húsavík

Safnahúsið á Húsavík er hús Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og stendur við Stóragarð 17 á Húsavík. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin árið 1967 og húsið var formlega tekið í notkun 1980. Safnahúsið á Húsavík / Menningarmiðstöð Þingeyinga er sjálfseignarstofnun sem starfar á vegum þingeyskra sveitarfélaga.

Menningarmiðstöð Þingeyinga annast: Byggðasafn Suður-Þingeyinga, sjóminjasafn, Grenjaðarstað — (sumarsýning), Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Snartarstöðum — (sumarsýning), Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga, Myndlistarsafn Þingeyinga, útgáfu Árbók Þingeyinga og önnur útgáfa (Safni, kort, póstkort og fleira).

Á miðhæð Safnahússins er sýningin Mannlíf og Náttúra — 100 ár í Þingeyjarsýslum. Í sýningunni er fléttað saman náttúrugripum og munum úr byggðasafni Þingeyinga svo úr verður einkar athyglisverð sýning þar sem gestir upplifa sterkt samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1850 til 1950.

Á jarðhæð er Sjóminjasafnið sem var opnað í apríl 2002. Sýningin gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar.

Að auki eru tveir sýningarsalir í húsinu.

Í Safnahúsinu á Húsavík er einnig bókasafn Norðurþings, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Myndlistarsafn Þingeyinga og geymslur safngripa.