Sachsenring Trabant
Útlit
Trabant er heiti á bíltegund sem var framleidd í Austur-Þýskalandi af Sachsenring-verksmiðjunum.
Fyrsta útgáfan af Trabant, Trabant 50 var upphaflega hönnuð sem þriggja hjóla skellinaðra með húsi á en í lok þróunarferilsins varð Trabant breytt fjögurra hjóla bíl.
Undir vélarhlífinni var lítil, tveggja strokka vél, sem í raun voru tvær sambyggðar vélar af svipaðri gerð og er í garðsláttuvélum og skellinöðrum. Vélin var loftkæld og smurolían var sett í bensínið. Undir lok framleiðslunnar á fyrri hluta 10. áratugarins skilaði hún 25 hestöflum (19 kW) og hafði 594,5 cc rúmtak en það skilaði 112 km hámarkshraða en hann komst upp í 100 km hraða á 21 sekúndu.
Trabant var fluttur inn af Ingvari Helgasyni frá Danmörku.