Jón Ragnarsson - Uss, ekki hafa hátt
Jón Ragnarsson - Uss, ekki hafa hátt | |
---|---|
SG - 098 | |
Flytjandi | Jón Ragnarsson |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Hljóðdæmi | |
Jón Ragnarsson - Uss, ekki hafa hátt er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni flytur Jón Ragnarsson eigin lög og texta.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Uss, ekki hafa hátt - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Vesalings Villi - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Guðrún - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Ég loksins má - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Ég mun þóknast þér - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Sjáðu sumarið - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Í Tónabæ - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Svenni - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Gettu hver það er - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Hvað meinarðu með því - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Kveikjum kærleiksbál - Lag - texti: Jón Ragnarsson
- Lífsins ljós - Lag - texti: Jón Ragnarsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Hver er Jón Ragnarsson? Jón Ragnarsson er í hópi hinna mörgu ungu pilta. sem hrifust af pop-tónlistinni fyrir áratug eða svo.
Hann var í nokkrum unglingshljómsveitum, m. a. Sálinni, þar sem Sigurður Árnason lék með honum. Síðan sagði Jón skilið við pop-tónlistina og hefur unnið við sjóinn og sitthvað fleira á undanförnum árum. En alltaf hefur tónlistin átt ítök í honum, því hann gaf gítarinn aldrei á bátinn og var að dunda við að semja lög og texta, sem hann, fyrir áeggjan Sigurðar Árnasonar kom á framfæri við SG-hljómplötur vorið 1976. Afráðið var að gefa út plötu með Jóni Ragnarssyni og hefur hann unnið að henni mikinn hluta sumarsins 76 undir handleiðslu Sigurðar Árnasonar tæknimanns hjá Tóntækni. Jón Ragnarsson hefur samið öll lögin og alla textana á plötu þessari. Hann sér einnig um allan söng og gítarleik (nema þar sem annars er getið). Með honum unnu að þessari plötu Hrólfur Gunnarsson trommuleikari, Sigurður Árnason bassaleikari, Birgir Hrafnsson, sem leikur á sólógítar í lögum 1, 3 og 5 á A hlið og 1, 2 og 6 á B hlið. Björgvin Gíslason leikur á sólógítar í lögum 4og 6 á A hlið og 3 á B hlið. Karl Sighvatsson leikur á píanó í Vesalings Villi og Jónas Þórir Þórisson á orgel í Kveikjum kærleiksbál. Agúst Ragnarsson syngur raddir í nokkrum lögum, en Birgir og Albert „lcefield" í öðrum. Mynd á framhlið umslags var tekin og unnin í Studio 28 og umslag prentað í Grafík h.f. Pressun plötunnar fór fram hjá Soundtek, New York. |
||