Fara í innihald

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 074)
Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson
Bakhlið
SG - 074
FlytjandiKarlakór Reykjavíkur
Gefin út1973
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1974. Hljóðritun þessarar plötu fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík fyrri hluta ársins 1974 undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmynd á framhlið tók Gunnar Hannesson í Kverkfjöllum.


  1. Ó, guð vors lands - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Matthías Jochumsson Hljóðdæmi
  2. Ingólfs minni - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Matthías Jochumsson
  3. Á Sprengisandi - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Grímur Thomsen
  4. Ólafur og álfamærin - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Þjóðvísa
  5. Fífilbrekka - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Jónas Hallgrímsson
  6. Móðurmálið - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Gísli Jónsson
  7. Sprettur - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Hannes Hafstein - Útsetning: Jan Morávek - Píanóundirleikur: Guðrún Kristinsdóttir
  8. Yfir voru ættarlandi - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Steingrímur Thorsteinsson
  9. Sefur sól hjá ægi - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Sigurður Sigurðsson
  10. Draumalandið - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Guðmundur Jónsson - Einsöngur: Sigurður Björnsson Hljóðdæmi
  11. Þú álfu vorrar yngsta land - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Hannes Hafstein
  12. Ég man þig - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Guðmundur Guðmundsson - Einsöngur: Hreiðar Pálmason
  13. Sjá hin ungborna tíð - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Einar Benediktsson
  14. Þó að kali heitur hver - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Vatnsenda-Rósa
  15. Ísland - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Freysteinn Gunnarsson - Einsöngur: Friðbjörn G. Jónsson - Píanóundirleikur: Guðrún Kristinsdóttir


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Enn sendir Karlakór Reykjavíkur frá sér nýja hljómptötu á vegum SG-hljómplatna og er þetta fimmta platan í útgáfuflokki þessum, þar sem eingöngu eru tekin fyrir lög íslenzkra tónskálda. Þar sem platan kemur út á 1100 ára afmœli Íslandsbyggðar, 1974 þótti ekki annað tilhlýða en að taka fyrjr lög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, þess er samdi þjóðsöng íslendinga, sem er fyrsta lagið á plötunni. Eru sjö af þekktari lögum þessa kunna tónskálds á A-hlið plötunnar.

Á B-hlið hennar eru önnur sjö lög eftir annað tónskáld ekki ómerkara, Sigfús Einarsson. Er hér að finna nokkur kunnustu laga hans, sem hvert einasta mannsbarn á Íslandi þekkir. A þeirri hlið plötunnar getur að heyra þrjá einsöngvara með kórnum, þá Hreiðar Pálmason og Friðbjörn G. Jónsson, sem báðir syngja í kórnum og síðan Sigurð Björnsson óperusöngvara sem áður hefur sungið einsöng með kórnum í þessum útgáfuflokki. Þegar þessi plata kemur út er kórinn að vinna að hljóðritun næstu plötu, en þar verða tekin fyrir lög tónskáldanna Emils Thoroddsen og Björgvins Guðmundssonar.