Fara í innihald

Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur í glöðum hópi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 043)
Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur í glöðum hópi
Bakhlið
SG - 043
FlytjandiÓmar Ragnarsson
Gefin út1971
StefnaJólalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson
Hljóðdæmi

Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur í glöðum hópi er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Útsetningar og hljómsveitarstjórn er í höndum Jóns Sigurðssonar. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Kristinn Benediktsson.

  1. Kátt er í hverjum bæ
  2. Eitthvað út í loftið
  3. Óli drjóli
  4. Heyrnin í Hurðaskelli
  5. Gáttaþefur og börnin
  6. Já, auðvitað krakkar
  7. Það er alveg rétt
  8. Ég set góðgæti í skóinn
  9. Ég vildi ég væri
  10. Kennið mér krakkar
  11. Vertu nú sæll

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Það eru liðin þrjú ár síðan hin vínsœla jólaplata Gáttaþefs kom út og er því sannarlega kominn tími til, að Gáttaþefur láti heyra til sín á ný. Hér er hann á ferðinni í glöðum hópi og er með mörg skemmtileg jólalög, sem áreiðanlega eiga eftir að verða jafnvinsœl og lögin af fyrri plötu hans.

Gáttaþefur er eins og öll börn vita, vinur þeirra, Ómar Ragnarsson. Eru allar vísurnar eftir Ómar og meira að segja sum lögin líka. Með Gáttaþefi syngja níu telpur úr Álftamýrarskóla í Reykjavík þar sem Reynir Sigurðsson er söngkennari. Heita þœr Herþrúður Ólafsdóttir, Valborg Huld Elísdóttir, Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Elísabet Waage, Kristín Waage, Margrét Grétarsdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir.