Fara í innihald

Súlústríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustan við Isandhlwana eftir Charles Edwin Fripp.

Súlústríðið var stríð milli Bretlands og Súlúveldisins sem stóð í tæpa 4 mánuði árið 1879. Stríðinu lauk með sigri Breta sem lögðu höfuðborg Súlúlands, Ulundi, undir sig eftir harða bardaga 4. júlí.

Skömmu eftir að Bresku Norður-Ameríkulögin 1867 voru samþykkt, þar sem Kanada var gert að sambandsríki, taldi breska stjórnin að sams konar lausn gæti hentað í sunnanverðri Afríku sem skiptist milli nokkurra Afríkuríkja, ættbálka og búalýðvelda. Henry Bartle Frere var sendur þangað til að útfæra þessa áætlun. Aðgerðir hans leiddu svo til Súlústríðsins og fyrra Búastríðsins. Frere setti konungi Súlúlands úrslitakosti og þegar þeim var hafnað lét hann Frederic Thesiger af Chelmsford gera innrás. Blóðugustu orrustur stríðsins voru orrustan við Isandhlwana þar sem Súlúmenn unnu sigur, og bardaginn við Rorke's Drift þar sem lítið breskt setulið náði að halda aftur af áhlaupi miklu fleiri Súlúmanna á trúboðsstöð. Eftir að Bretar lögðu höfuðborg Súlúmanna undir sig gerðu þeir Súlúland að verndarsvæði og innlimuðu það síðan í breska heimsveldið 1887.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.