Söngvar Svantes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Söngvar Svantes (eða Vísur Svanta) (danska: Svantes Viser) er ljóðaflokkur (eða söngvasaga) eftir danska skáldið Benny Andersen sem hann skrifaði árið 1972. Í Söngvum Svantes segir Benny í ljóðum og óbundnu máli frá ímynduðum kynnum sínum af sænska skáldinu Svante Svendsson. Benny samdi síðar tónlist við verkið. Povl Dissing, vísnasöngvarinn danski, söng vísurnar svo inn á plötu og eru margar þeirra mjög þekktar í Danmörku. Til dæmis vísan um bréfið til þín, um þrána eftir að komast til Svíþjóðar sem dæmd er til að verða að engu vegna sjóveiki skáldsins, og frægasta vísan, sem er um daginn þegar Svante var hamingjusamur. Í henni er þetta fræga viðlag:

„Livet er ikke det værste man har,
om lidt er kaffen klar."

Eða eins og segir í einni af mörgum íslenskum þýðingum söngsins:

„Lífið er ekki það versta er þú átt
von er á kaffi brátt."
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.