Fara í innihald

Sótíon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sótíon frá Alexandríu (uppi um 200-170 f.Kr.) var forngrískur rithöfundur sem reit einkum ævisögur og um hugmyndasögu. Rit hans voru ein meginheimild Díogenesar Laertíosar. Engin rita hans eru varðveitt.

Meginrit hans Διαδοχή eða Διαδοχαί (Diadokkē eða Diadokkai, Raðir), var fyrsta ritið um sögu heimspekinnar sem vitað er að hafi raðað heimspekingum í ólíka skóla hugsunar, t.d. jóníska skólann (Þales, Anaximandros og Anaximenes). Sennilega var rit Sótíons í þrettán bókum og byggði líklega að einhverju leyti á ritum Þeófrastosar. Rit Sótíons var nægilega áhrifamikið til þess að verða gefið út í styttri útgáfu en þá útgáfu annaðist Herakleides Lembos um miðja 2. öld f.Kr. Sósikrates frá Ródos og Antisþenes frá Ródos sömdu einnig rit með sama titli.