Sólvindshvolfið
Útlit
Sólvindshvolfið er það svæði í geimnum sem sólin hefur áhrif á. Mörk sólvindshvolfsins er eins og segulsviðskúla með mörk sem eru langt fyrir utan sporbaug Plútó. Rafgas sem „skýst“ frá sólinni, þekkt sem sólarvindurinn, býr til og viðheldur þessari kúlu gegn ytri þrýstingi miðgeimsins, það er vetnis og helíumgass sem berst um Vetrarbrautina. Sólarvindurinn flæðir út frá sólinni þangað til hann nær jaðarhöggi, þar sem hægist mjög hratt á allri ferð.