Heimsveldi þar sem sólin sest aldrei
Útlit
(Endurbeint frá Sólin sest aldrei á Breska heimsveldið)
Heimsveldi þar sem sólin sest aldrei getur átt við um nokkur heimsveldi í sögunni, en var upphaflega notað í núverandi mynd um spænska heimsveldið í valdatíð Karls 5.[1] Áður hafði stundum verið sagt að veldi tiltekinna konunga næði „frá sólarupprás til sólarlags“[2] eða yfir „öll þau lönd sem sólin skín á“[3] Á 19. öld varð vinsælt að lýsa útbreiðslu og umfangi breska heimsveldisins með þessum orðum. Á hátindi sínum náði breska heimsveldið yfir landsvæði sem spannaði nær öll tímabelti jarðar.[4] Þessi lýsing hefur líka verið notuð í samhengi bandarískrar heimsvaldastefnu með vísun í lönd þar sem eru bandarískar herstöðvar.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pagden, Anthony (18. desember 2007). Peoples and Empires: A Short History of European Migration, Exploration, and Conquest, from Greece to the Present (enska). Random House Publishing Group. ISBN 9780307431592.
- ↑ Wayne Horowitz, Mesopotamian Cosmic Geography, Winona Lake: Eisenbraums, (1998), p 88.
- ↑ Ancient Egyptian Literature: A Book of Readings, ed. Miriam Lichtheim, Berkeley & Los Angeles & London: University of California Press, (1975), vol I, p 230.
- ↑ Munroe, Randall (9. september 2014). „Will the sun ever set on the British empire?“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 8. janúar 2025.
- ↑ Williams, William Appleman (1991). „Expansion, Continental and Overseas“. Í Eric Foner; John Arthur Garraty (ritstjórar). The Reader's companion to American history. Houghton Mifflin Harcourt. bls. 365. ISBN 0-395-51372-3. Sótt 23. febrúar 2016. „the sun never sets on American territory.“