Sólskinskórinn - Sól skín á mig
Útlit
(Endurbeint frá Sól skín á mig)
Sól skín á mig | |
---|---|
SG - 573 | |
Flytjandi | Sólskinskórinn |
Gefin út | 1973 |
Stefna | Barnalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Sól skín á mig er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Sólskinskórinn fjögur ný barnalög. Um kórstjórn, hljómsveitarstjórn og útsetningar sá Magnús Pétursson. Ljósmynd á framhlið tók Kristinn Benediktsson.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Sól skín á mig - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson
- Kisu tango - Lag - texti: Japanskt barnalag — Magnús Pétursson
- Dönsum dátt - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson
- Sirkusinn er hér - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson
Sól, sól skín á mig
[breyta | breyta frumkóða]- Sólin er risin, sumar í blænum,
- sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig;
- ský, ský burt með þig.
- Gott er í sólinni að gleðja sig.
- Sól, sól skín á mig.
- Blómbrekkur skrautlegar iðandi anga,
- andblærinn gælir við marglita vanga.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Leikandi skarinn af ánægju iðar,
- áin til samlætis glitrar og niðar.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Blómkrónur skínandi blöðum úr slétta.
- Bikar sinn fullan af hunangi rétta.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Finnst mér nú tilveran órofa eining
- úrelt sú kenning um mismun og greining.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Á þessari hljómplötu eru fjögur barnalög, sem Hermann Ragnar Stefánsson danskennari valdi. En barnadansar hafa verið samdir við öll þessi lög og þeir kenndir í dansskóla hans sem og öðrum dansskólum hér á landi.
Falli þessi plata í góðan jarðveg má eiga von á annarri síðar með þessum sama kór, því fleiri skemmtileg lög eru fyrir hendi, sem notuð eru við kennslu í barnaflokkum dansskólanna. Sólskinskórinn er skipaður telpum, sem allar eru nemendur Magnúsar Péturssonar í Melaskólanum í Reykjavík, þar sem hann er söngkennari. En telpur úr Melaskólanum og Magnús Pétursson hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á SG-hljómplötum. |
||