Síldarmannagötur
Útlit
Síldarmannagötur eða Síldarmannagata er gönguleið úr innanverðum Hvalfirði yfir í Borgarfjarðardali. Síldarmannagata er nefnd í Harðarsögu og bendir nafnið til þess að Borgfirðingar hafi snemma farið til síldveiða eða síldarkaupa suður í Hvalfjörð. Þessi gönguleið er núna farin frá Botnsdal í Hvalfirði og yfir í Skorradal.