Síberíuþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies sibirica
Síberíuþinur
Abies sibirica HDR.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. sibirica

Tvínefni
Abies sibirica
Ledeb.
Yngra tré
Barr.

Síberíuþinur (Abies sibirica) er barrtré af þinættkvíslinni. Það verður allt að 30 metra hátt í heimkynnum sínum. Síberíuþinur vex í norður-Rússlandi og norður-Asíu. Síberíuþinur er beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu, börkur er grár og sléttur. Tegundin er skuggþolin. [2]

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Síberíuþinur var meðal fyrstu tegunda sem reyndar voru í skógrækt á Íslandi og eru rúmlega hundrað ára gömul eintök bæði í Grundarreit og Furulundinum á Þingvöllum.[3]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Katsuki, T.; Rushforth, K.; Zhang, D. (2011). Abies sibirica. IUCN Red List of Threatened Species. 2011: e.T42299A10681312. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T42299A10681312.en. Sótt 2 June 2023.
  2. Síberíþinur Geymt 2016-03-13 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar. Skoðað 4. jan, 2016
  3. Þintegundir Geymt 2016-03-04 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins, skoðað 4. jan, 2016.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.