Sæmundargata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sæmundargata er gata á háskólasvæðinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Gatan stendur austan við Suðurgötu og nær frá Hringbraut í norðri og að Eggertsgötu í suðri. Gatan er kennd við Sæmund fróða Sigfússon og hlaut hún nafn sitt árið 1990.[1]

Við Sæmundargötu standa margar helstu byggingar Háskóla Íslands, m.a. aðalbygging skólans, Háskólatorg, Gimli, Lögberg, Oddi og Nýi-Garður. Við götuna standa einnig stúdentagarðarnir Oddagarðar sem í fjórum byggingum og tilheyra á Sæmundargötu 14-20 og Mýrargarðar á Sæmundargötu 21.

Í svokallaðri Skeifu fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands stendur höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Sæmundur á selnum og var hún sett upp árið 1970.[2] Á svæði á milli Odda og Gimli stendur brjóstmynd Ásmundar Sveinssonar af Björgu Caritas Þorláksson, fyrstu íslensku konunni sem lauk doktorsprófi. Styttan var reist skömmu eftir aldamótin 2000 og mun vera sú fyrsta sem reist er af nafngreindri konu utandyra í Reykjavík.[3]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ný götuheiti í Reykjavík“, Morgublaðið, 29. júlí 1990 (skoðað 4. mars 2020)
  2. „Sæmundur á selnum“, Vísir, 2. apríl 1970 (skoðað 4. mars 2020)
  3. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Hver er Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?“, Vísindavefur (skoðað 4. mars 2020)