Sálfræðileg sérhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sálfræðileg sérhyggja er sú kenning allar mannlegar athafnir ráðist af eiginhagsmunum, jafnvel þegar menn virðast gera góðverk. Sálfræðilegri sérhyggju má ekki rugla saman við siðfræðilega sérhyggju, sem kveður á um að mannlegar athafnir ættu að ráðast af eiginhagsmunum, né skynsemissérhyggju, sem er sú kenning að í öllum aðstæðum sé skynsamlegast að breyta með hliðsjón af eiginhagsmunum.

Algengasta útgáfan af sálfræðilegri sérhyggju er sálfræðileg nautnahyggja, þ.e. sú kenning að á endanum ráðist allar mannlegar athafnir af því að menn sækist eftir ánægju og forðist sársauka.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.