Sálfræðileg sérhyggja
Útlit
Sálfræðileg sérhyggja er sú kenning allar mannlegar athafnir ráðist af eiginhagsmunum, jafnvel þegar menn virðast gera góðverk. Sálfræðilegri sérhyggju má ekki rugla saman við siðfræðilega sérhyggju, sem kveður á um að mannlegar athafnir ættu að ráðast af eiginhagsmunum, né skynsemissérhyggju, sem er sú kenning að í öllum aðstæðum sé skynsamlegast að breyta með hliðsjón af eiginhagsmunum.
Algengasta útgáfan af sálfræðilegri sérhyggju er sálfræðileg nautnahyggja, þ.e. sú kenning að á endanum ráðist allar mannlegar athafnir af því að menn sækist eftir ánægju og forðist sársauka.