Fara í innihald

Siðfræðileg sérhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Siðfræðileg sérhyggja er sú kenning að mannlegar athafnir ættu að ráðast af eiginhagsmunum.

Gera má ýmiss konar greinarmun á hagsmunum, m.a. raunverulegum hagsmunum til aðgreiningar frá því sem fólk telur vera hagsmuni sína eða langtíma hagsmunum til aðgreininingar frá skammtíma hagsmunum. Þannig eru nokkrar útgáfur af siðfræðilegri sérhyggju mögulegar, eftir því hvaða hagsmunir eru taldir eiga að ráða.

Siðfræðilegri sérhyggju ætti ekki að rugla saman við (a) sálfræðilega sérhyggju, sem er sú kenning að mannlegar athafnir ráðist í raun af eiginhagsmunum fólks hvort sem þær ættu að gera það eða ekki; (b) skynsemissérhyggju, sem er sú kenning að í öllum aðstæðum sé skynsamlegast að breyta með hliðsjón af eiginhagsmunum.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.