Rétt norður
Útlit
Rétt norður, hánorður eða landfræðilegt norður er stefna á norðurpólinn eftir yfirborði jarðar. Rétt norður er ólíkt segulnorðri (stefnu á nyrðra segulskautið) og netnorðri (stefnu eftir bauganeti í kortavörpun). Rétt norður markast af nyrðra himinskauti jarðar nálægt þeim stað þar sem Pólstjarnan sést frá jörðu. Vegna pólveltu mönduls jarðar fer rétt norður í hring miðað við stjörnurnar. Hringferðin tekur um 25.000 ár. Áætlað er að Pólstjarnan verði sem næst réttu norðri milli áranna 2100 og 2102.