Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Útlit
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun var alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra þróun haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro, Brasilíu, 13.-22. júní 2012. Hún er stundum kölluð Rio+20 þar sem hún fylgir í kjölfar Umhverfisráðstefnunnar í Ríó 1992. Meginniðurstaða ráðstefnunnar var 49 síðna pólitísk yfirlýsing, Framtíðin sem við viljum. Litrík mótmæli settu svip sinn á ráðstefnuna þar sem mikill fjöldi umhverfissamtaka og annarra baráttuhópa kom saman í borginni til að fordæma getuleysi ráðstefnunnar til að takast á við misnotkun jarðarinnar, skógeyðingu og réttleysi frumbyggja.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna 1972
- Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun 1992
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefgátt ráðstefnunnar
- Framtíðin sem við viljum Geymt 7 október 2013 í Wayback Machine