Fara í innihald

Jórturdýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ruminantia)
Jórturdýr
Gíraffi (Giraffa camelopardalis) er jórturdýr
Gíraffi (Giraffa camelopardalis) er jórturdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Undirættbálkur: Ruminantia
Ættir

Jórturdýr (fræðiheiti: Ruminantia) eru undirættbálkur klaufdýra og telju um 170 tegundir.


Aðaleinkenni jórturdýra er að þau melta fæðuna í tveimur stigum. Í fyrsta lagi grípur jórturdýr niður, tyggur þá grasið lítið sem ekkert og kyngir. Síðan elgir það fæðunni upp lítið eitt meltri (þ.e.a.s. selur henni upp í munnholið), tyggur hana þá aftur (jórtrar) og kyngir síðan enn á ný og þá taka örverur vambarinnar við og brjóta niður trénið í tuggunni.

Magi jórturdýra greinist í fjögur hólf, vömb (rumen), kepp (reticulum), laka (psalterium) og vinstur (abomasus).

Eiginleg jórturdýr (Pecora) greinast í slíðurhyrninga (með slóhorn, sem sitja alla æfi) og kvíslhyrninga með greinótt horn (sem falla tíðast árlega).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.