Roxette

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Roxette

Roxette er sænskur poppdúett, sem samanstendur af Per Gessle og Marie Fredriksson.[1] Eins og margir aðrir sænskir popparar syngja þau á ensku.

Mörg lög þeirra hafa komist ofarlega á vinsældalista um víða veröld. Þar má til dæmis nefna: „It Must Have Been Love“, sem var spilað í kvikmyndinni Pretty Woman, „The Look“, „Joyride“ og „Spending my time“.

Nafn safnplötu þeirra (Don't Bore Us, Get To The Chorus!) lýsir tónlistinni e.t.v. best. Flest lögin eru sungin með engilblíðri en kannski örlítið rauðvínsleginni rödd Marie Fredriksson ("The Look" er reyndar aðallega sungið af Per Gessle), og Gessle leikur undir á gítar eins og níundi áratugurinn sé upphaf og endir alls sem er, var og verður.

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

 • Pearls of Passion (1986, endurútgefin 1997)
 • Dance Passion (1987, eingöngu gefin út á vínyl: remix-plata).
 • Look Sharp! (1988)
 • Joyride (1991)
 • Tourism (1992)
 • Crash! Boom! Bang! (1994)
 • Rarities (1995, eingöngu gefin út í Japan og Suður-Ameríku)
 • Don't Bore Us, Get To The Chorus! - Roxette's Greatest Hits (1996)
 • Baladas En Español (1996)
 • Have A Nice Day (1999)
 • Room Service (2001)
 • The Ballad Hits (2002)
 • The Pop Hits (2003)
 • Roxette Hits (2006)
 • The Rox Box / Roxette 86-06 (2006)
 • Charm School (2011)
 • Travelling (2012)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist