Fara í innihald

Ronald Dworkin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ronald Dworkin (11. desember 1931 - 14. febrúar 2013) var bandarískur réttarheimspekingur. Hann stundaði nám í réttarheimspeki við Oxford háskóla í Englandi undir handleiðslu H.L.A. Harts. Dworkin gagnrýndi einkum kenningu H.L.A. Hart um lögin, en Dworkin var einn áhrifamesti gagnrýnandi „endurskoðaðs vildarréttar“.

Dworkin setti fram kenningu um lög sem túlkun. Samkvæmt henni þarf að beita túlkun, bæði þegar lögum er almennt lýst sem fyrirbæri og einnig þegar leyst er úr lagalegum ágreiningi í einstökum tilfellum. Kenning hans var ekki eiginleg náttúruréttarkenning en í henni felst sú afstaða að hafna fullyrðingum vildarréttarmanna þess efnis að hægt sé að draga skil á milli laga og siðferðis og komast að siðferðilega hlutlausum niðurstöðum í krefjandi málum.