Robert Indiana
Útlit
Robert Indiana (f. Robert Clark, 13. september 1928; d. 19. mai 2018) var bandarískur myndlistarmaður sem einkum tengist popplistastefnunni. Hann er þekktastur fyrir verk sem hann kallar „höggmyndaljóð“; stutt orð eins og „EAT“, „HUG“ og „LOVE“ sem eru sett upp með breiðu letri í einfalda táknmynd.