Fara í innihald

Ristilbólga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ristilbólga er bólga í ristli.

Ristilbólga getur verið vegna langvinnra bólgusjúkdóma í meltingarveginum, þá helst:

  • Sáraristilbólga (Colitis ulcerosa) – Leggst alltaf á endaþarminn og teygir sig mislangt upp eftir ristli en fer ekki í smáþarma. Bólgan er staðbundin í efsta lagi slímhúðar(en) og myndar yfirborðssár sem blæðir úr. Sáraristilbólga er algengust hjá fólki á aldrinum 15 - 30 ára. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist en orsakir þess eru ekki þekktar.
  • Svæðisgarnabólga – Getur komið fram í hvaða hluta meltingarvegarins sem er.

Óþekktar orsakir innihalda smásæja ristilbólgu(en). Við ristilspeglun er slímhúðin eðlileg, en greining fæst með sýnatöku.

Til eru fleiri orsakir ristilbólgu, svo sem af völdum lyfja- og geislameðferðar, æðasjúkdóma, og sýkinga.

Einstaklingar sem hafa haft langvinnar ristilbólgur í 8 – 10 ár eru í aukinni áhættu á að fá ristilkrabbamein.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.