Fara í innihald

Réttur hnútur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rifhnútur)
Réttur hnútur.

Réttur hnútur eða rifhnútur er hnútur til að binda tvo enda á bandi saman. Fyrst eru endarnir bundnir saman með einföldum hnút (hálfum rifhnút) rétthent og síðan endarnir aftur bundnir með einföldum hnút örvhent. Endarnir mynda þannig tvær lykkjur sem ganga inn í hvor aðra. Hnúturinn er mjög traustur undir álagi, en tiltölulega auðleysanlegur þegar álaginu léttir. Eini gallinn við hann er að undir mjög miklu álagi getur hann umhverfst og losnað eða myndað rembihnút. Ef seinni hnúturinn er bundinn vitlaust (rétthentur fremur en örvhentur) verður til „rangur hnútur“ eða kerlingarhnútur, sem á það til að losna af sjálfu sér undir álagi, eða festast í illleysanlegan rembihnút.

Rifhnútur dregur nafn sitt af því að hann var notaður til að binda saman rifbönd undir seglfaldi á seglskipum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.