Fara í innihald

Kerlingarhnútur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kerlingarhnútur.

Kerlingarhnútur (líka kallaður rembihnútur, en það getur átt við alla illleysanlega hnúta) er hnútur til að binda saman tvo enda. Yfirleitt er hnúturinn notaður til að festa band sem fer utan um hlut. Fyrst eru endarnir festir saman með einföldum hnút og síðan festir með öðrum eins sem liggur í sömu átt. Kerlingarhnútur er þannig ólíkur réttum hnút þar sem endarnir eru bundnir sitt á hvað í fyrra og seinna skiptið. Auðvelt er að binda óvart kerlingarhnút í staðinn fyrir réttan hnút á band, en kerlingarhnútur getur losnað undir álagi og er þannig álitinn verri hnútur í vissum kringumstæðum. Algengast er að binda kerlingarhnút þegar band er bundið um pakka.