Fara í innihald

Flikruætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rhizocarpaceae)
Flikruætt
Landfræðiflikra (Rhizocarpon geographicum) á grjóti.
Landfræðiflikra (Rhizocarpon geographicum) á grjóti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Incertae sedis[1]
Ætt: Flikruætt (Rhizocarpaceae)
M. Choisy ex Hafellner
Ættkvíslir

Catolechia
Epilichen
Poeltinula
Rhizocarpon
Sporastatia (umdeild flokkun)[1]

Flikruætt (fræðiheiti: Rhizocarpaceae) er ætt af fléttum. Flikruætt inniheldur fjórar ættkvíslir: Catolechia, Epilichen, Rhizocarpon og Poeltinula. Stundum er ættkvíslin Sporastatia talin til flikruættar en um það eru skiptar skoðanir.[1] Á Íslandi finnast fléttur af öllum áðurnefndu ættkvíslunum nema Poeltinula.[2]

Útlit og einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundir af flikruætt hafa þal sem er reitaskipt en askhirslurnar eru svartar og kringlóttar eða strendar.[1]

Gróin eru yfirleitt dökk eða glær, tvíhólfa eða marghólfa, fyrir utan ættkvíslina Sporastatia sem hefur einhólfa glær gró.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.