Fara í innihald

Reynir Jónasson - Leikur 30 vinsælustu lög síðustu ára

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reynir Jónasson - Leikur 30 vinsælustu lög síðustu ára
Bakhlið
SG - 056
FlytjandiReynir Jónasson
Gefin út1972
StefnaHarmonikulög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnÓlafur Gaukur
Hljóðdæmi

Reynir Jónasson - Leikur 30 vinsælustu lög síðustu ára er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun Péturs Steingrímssonar. Útsetningar gerði Ólafur Gaukur, sem jafnframt stjórnaði hljóðritun. Ljósmynd á plötuumslagi tók Jóhannes Long.

  1. Syrpa - Quick step - 2,32 - Þú ert minn súkkulaði-ís - Lag - Worsley/Myers - Hótel jörð - Lag - Heimir Sindrason - Jón er kominn heim - Lag - Robinson
  2. Syrpa - Rhumba - 2,31 - Eitt sumar á landinu bláa - Lag - Írskt þjóðlag - Heimkoma - Lag - Putman - Ég leitaði blárra blóma - Lag - Hörður Torfason
  3. Syrpa - Jive - 4,34 - Ef ég væri ríkur - Lag - J. Bock - Ég bið þig forláts - Lag - J. South - Gvendur á eyrinni - Lag - Rúnar Gunnarsson
  4. Syrpa - Enskur vals - 3,53 - Það er svo ótalmargt - Lag - Lindsey/Smith - Amorella - Lag - Kristinn Reyr - Alparós - Lag - R. Rodgers
  5. Syrpa - Jive - 3,14 - Litla sæta ljúfan góða - Lag - Th. Skogman - Regndropar falla - Lag - B. Bacharach - Ég sá þig snemma dags - Lag - G. Beart
  6. Syrpa - Quick step - 2,40 - Á suðrænni strönd - Lag - Brasílskt þjóðlag - Hláturinn lengir lífið - Lag - Ortega - Segðu ekki nei, segðu kannski - Lag - I. Hallberg
  7. Syrpa - Stroll - 4-3,48 - Heyr mína bæn - Lag - Nisa - Glókollur - Lag - Birgir Marinósson - Bíddu mín - Lag - Gerard/Barnes/Barnet
  8. Syrpa - Jive - 2,58 - Léttur í lundu - Lag - Karl Hermannsson - Lipurtá - Lag - Jenni Jóns - Á sjó - Lag - Wayne
  9. Syrpa - Vínarvals - 2,43 - Húrra, nú ætti að vera ball - Lag - Högstedt - Við viljum lifa - Lag - L. Alberto - Bjössi á Hól - Lag - Gamall sænskur vals
  10. Syrpa - Jive - 2,46 - Úti í Hamborg - Lag - Jón Sigurðsson - Litla flugan - Lag - Sigfús Halldórsson - Ó, María mig langar heim - Lag - Wilkins/Tillis

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Íslenzkir danskennarar og nemendur þeirra, sérstaklega þeir, sem eitthvað eru komnir á veg í námi, kvarta oft undan því, að ekki séu til íslenzkar hljómplötur, sem gefnar eru út fyrst og fremst með það í huga, að dansa eftir þeim.

Með þessari hljómplötu er að nokkru leiti reynt að bœta úr því, þar sem safnað hefur verið saman miklum fjölda laga, sem kunn hafa orðið á Íslandi siðustu árin, og hafa þau verið sett saman í syrpur með ákveðna dansa í huga. Var Heiðar Ástvaldsson danskennari svo vinsamlegur að vera með í ráðum. (Má einnig í þessu sambandi benda á nýlega dansplötu, SG-048, þar sem Grettir Björnsson leikur gömlu dansana og hina ágætu syrpu-plötu Þóris Baldurssonar, SG-037). Síðan skal vikið að öðrum þœtti þess, að hljómplata þessi var gefin út. Ástœðan fyrir því var, að koma á framfœri hinum vandaða og smekklega harmonikuleik Reynis Jónassonar. Reynir varð ungur kunnur harmonikuleikari norður í landi og vakti siðan á sér athygli í nokkrum þekktustu hljómsveitum Reykjavíkur. Síðari árin hefur Reynir stjórnað kórum og lúðrasveitum, fengist við kennslu á hin ýmsu hljóðfæri og leikið á orgel í kirkjum. Eru fáir hljómlistarmenn fjölhœfari á Íslandi en Reynir Jónasson, og líklega ennþá fœrri jafn góðir harmonikuleikarar og hann, eins og þessi hljómplata sannar, svo ekki verður véfengt. Útsetningar gerði Ólafur Gaukur, sem jafnframt stjórnaði hljóðritun, en með Reyni leika Alfreð Alfreðsson á trommur, Árni Scheving á bassa, Helgi Kristjánsson á gítar, Reynir Sigurðsson á xylófón og píanó og Halldór Pálsson á flautu og altó-saxófón.