Reykholtsmáldagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Reykjaholtsmáldagi)
Jump to navigation Jump to search

Reykholtsmáldagi er kirkjumáldagi eða eignaskrá Reykholtskirkju. Elsti hluti máldagans er talinn frá því um 1185 og er hann elsta varðveitta frumskjal á íslensku. Í öðrum hluta máldagans er getið um gjafir Snorra Sturlusonar og Hallveigar konu hans til kirkjunnar í Reykholti, og er hugsanlegt að Snorri hafi sjálfur haldið þar á penna.

Reykholtsmáldagi er e.t.v. elsta varðveitta frumskjal á norrænni tungu.[1]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]