Reitir fasteignafélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Reitir
Reitir logo.png
Rekstrarform Fasteignafélag
Stofnað 2009
Staðsetning Reykjavík
Lykilmenn Guðjón Auðunsson, forstjóri
Þórarinn Viðar Þórarinsson, stjórnarformaður
Starfsemi útleiga fasteigna
Vefsíða http://www.reitir.is/

Reitir fasteignafélag er þjónustufyrirtæki á sviði útleigu á atvinnuhúsnæði á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2009. Reitir hafa yfir að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Innan fasteignasafns Reita má finna verslunarhúsnæði í helstu verslunarmiðstöðvum landsins, fjölbreytt skrifstofuhúsnæði og margskonar lager- og iðnaðarhúsnæði. Meðal þekktra fasteigna má nefna Kringluna, Hótel Hilton, Hótel Reykjavik Natura, Kauphallarhúsið, Holtagarða og nokkrar af perlum íslenskrar byggingarsögu sem staðsettar eru í miðbæ Reykjavíkur.